Um Hótel Læk

Hótel Lækur er sveitahótel staðsett á fallegum stað á Suðurlandi, á bænum Hróarslæk í Rangárvallasýslu. Hótelið var smíðað veturinn 2011-2012 og hóf starfsemi sína sumarið 2012. Hótelið er endurgerð gamla útihúsins á bænum , þar sem nú eru falleg herbergi voru áður hænur,kindur og kýr.
 
Svona leit húsið út sumarið 2011
Hótelið er á tveimur hæðum og skiptist neðri hæðin í móttöku, 9 herbergi með sér baðherbergi, matsal sem rúmar um 40 manns. Á efri hæðinni eru 4 herbergi með sér baðherbergi og setustofu með útsýni yfir Heklu og Tindfjöll.
 
Fjölskyldan á Hróarslæk rekur hótelið og leggja þau metnað í að gestum líði eins og heima hjá sér á meðan á dvölinni stendur.
 
 Seljalandsdoss
Hótel Lækur er staðsett 10 km frá þjóðvegi 1 og því tilvalin áningarstaður fyrir fólk sem er að ferðast um Suðurland. Í nánd við hótelið er til að mynda Keldur sem er einn elsti bær landsins þar sem fólk er velkomið að skoða gamla bæinn, landgræðsla ríkisins á Gunnarsholti með sagnagarð landgræðslunnar http://sagnagardur.lan.is , Sögusetrið (á njáluslóðum) á Hvolsvelli www.njala.is,    Seljalandsfoss, Þórsmörk, Skógarfoss,Byggðasafnið á Skógum www.skogarsafn.is  Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur fer beint yfir til Vestmannaeyja. Við hótelið er mikil fjallasýn, er þar helst að nefna, Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll, Þríhyrning og Búrfell.
Ýmis afþreying er á staðnum s.s.,  gönguleiðir, hestaleiga, fótboltavöllur, körfuboltaspjald, og skemmtilegt umhverfi þar sem best er að láta ímyndunaraflið ráða för. Íslensk húsdýr eru á bænum og gestum er velkomið að kynnast þeim. Fjölskrúðugt fuglalíf er á Hróarslæk og því tilvalið fyrir fuglaáhugamenn og ljósmyndara að fá sér göngutúr með læknum. Einnig bjóðum við upp á skipulagðar gönguferðir með fararstjóra, þar er vinsælasta gönguferðin upp á þríhyrning. Glæsilegur 18 holu golfvöllur, Strandavöllur er í 15 mín akstri frá hótelinu.
Alla helstu þjónustu er að finna á Hellu sem er aðeins í 10 mínútna akstri frá hótelinu. Þar má meðal annars finna; flotta sundlaug, veitingastaði, matvöruverslun, bakarí, apótek, heilsugæslu ofl.